Leikfélag Dalvíkurbyggðar 80 ára
Blog date
föstudaginn, 19.janúar 2024
Blog text
Leikfélag Dalvíkurbyggðar fagnar 80 ára afmæli í dag, en félagið var stofnað 19. janúar árið 1944. Þetta eru mikil tímamót, og ljóst að margir hugsi hlýlega til leikfélagsins á þessum tímamótum. Stjórn leikfélagsins hefur ákveðið að vera með afmælisfögnuð í samstarfi við menningarhúsið Berg í haust, og verður öllum íbúum Dalvíkurbyggðar boðið á þann fögnuð. við munum segja betur frá því þegar nær dregur.