leikfelag logo
Banner Logo

Aukasýningum bætt við.

Blog date

laugardaginn, 16.mars 2024

Blog text

Vegna þeirrar miklu eftirspurnar eftir miðum á verkið Sex í sama rúmi höfum við ákveðið að bæta við sýningum um páskana. Það er ljóst að ekki verður bætt við sýningum eftir páska, þar sem hluti leikhópsins er að fara í önnur verkefni. Miðapantanir ganga framar okkar vonum og erum við hrærð við þessar móttökur á verkinu. Það er gaman að heyra öll fallegu orðin um sýninguna, og gaman að sýna fyrir fullum sal sýningu eftir sýningu. Einnig vitum við að leikhúsgestir eru yfir sig ánægðir með matinn og þjónustuna hjá kaffihúsinu Gísla, Eirík, og Helga. Það er fátt betra en að gera meira úr leikhúsferðinni með því að setjast niður á kaffihúsinu fyrir sýningu með leikhúsplatta eða fiskisúpu og njóta. Hægt er að greiða miðann og fá hann afhendan 2 tímum fyrir sýningu, og ekki skemmir fyrir að hann veitir 10% afslátt af drykkjum á kaffihúsinu. Hvað getur klikkað?

Leikfélag Dalvíkurbyggðar
Skrá inn