leikfelag logo
Banner Logo
blog image

4 sýningar búnar.

Blog date

mánudaginn, 04.mars 2024

Blog text

Það er ólýsanlegt hvað við hjá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar erum þakklát fyrir móttökurnar á Sex í sama rúmi, en við erum búin að sýna 4 sýningar fyrir stappfullu húsi, og næstu 6 sýningar eru uppseldar. Við vorum að bæta við sýningum í dag um páskana, og er strax byrjað að panta á þær. Miðað við þau viðbrögð sem hafa verið er ljóst að færri munu sjá uppfærsluna á Sex í sama rúmi í ungó en vilja, svo nú er um að gera að drífa í því að næla sér í miða áður en það er um seinan. Það er ljóst að seinustu sýningarnar verða um páskana, þar sem hluti leikarahópsins er að fara erlendis eftir páska. Það er því ekki eftir neinu að bíða, en miðað við það lof sem við höfum fengið fyrir uppfærsluna verður enginn svikinn af því að kíkja í Ungó á verkið sex í sama rúmi.

Leikfélag Dalvíkurbyggðar
Skrá inn