leikfelag logo
Banner Logo

Æfingar ganga vel

Blog date

fimmtudaginn, 15.febrúar 2024

Blog text

Nú er rétt um vika í frumsýningu og allt að smella hjá okkur í Leikfélagi Dalvíkurbyggðar. Leikmynd er á lokametrunum, en með góðri hjálp Víkurkaupa og GS frakt er nú búið að setja upp stórglæsilega leikmynd sem setur mikinn og flottan svip sinn á verkið. Það er ekki laust við að þeir sem komi að sýningunni séu að rifna úr stolti yfir gangnum. Enn er þó verið að velja rétta liti á gardínur, og falda og sauma, hengja upp og græja og gera. Það er mikill hugur í þeim sem að sýningunni koma að hvert einasta smáatriði verði sem allra best. Í gærkvöldi var myndataka fyrir leikskrá, og sér maður á myndum hvað gleðin er allsráðandi og eitt er víst, það er gaman að starfa í leikhúsi.

Leikfélag Dalvíkurbyggðar
Skrá inn