leikfelag logo
Banner Logo
blog image

Frumsýning á verkinu fram og aftur.

Blog date

sunnudaginn, 16.mars 2025

Blog text

Nú styttist óðum í að frumsýning á verkinu "Now and then" eða fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, en frumsýning er föstudaginn 21 mars kl 20:00.


Verkið fjallar um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið fær hann óvænta heimsókn frá eldri manni sem býður honum peninga upphæð sem hann á erfitt með að neita, fyrir það eitt að fá að sitja eftir lokun og fá sér drykk. Tilboðið hljómar vel en eftir því sem líður á kvöldið fara grunsamlegir hlutir að koma í ljós og óvæntur gestur flækir hlutina enn fremur. Fram og aftur fjallar um stóru ákvarðanirnar sem við tökum í lífinu, afleiðingar þeirra og væntingar okkar til fólksins sem tekur þær með okkur.


Verkið hefur ekki áður verið sett upp og sýnt hér á landi, svo það er mikil tilhlökkun framundan að sýna þjóðinni þetta skemmtilega verk. Það má enginn láta þetta stórbrotna verk framhjá sér fara.

Leikfélag Dalvíkurbyggðar
Skrá inn