Aðalfundur yfirstaðinn.
Blog date
mánudaginn, 16.september 2024
Blog text
Leikfélag Dalvíkurbyggðar hélt sinn hefðbundna aðalfund nú í byrjun mánaðar. Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir var endurkjörinn formaður. Meðstjórnendur voru kjörnir Benedikt Snær Magnússon, Valgerður Inga Geirdal Júlíusdóttir, Díana Björk Friðriksdóttir og Sonja Kristín Guðmundsdóttir. Varamenn eru Guðbjörg Anna Óladóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson og Kristján Guðmundsson. Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Hera Margrét Guðmundsdóttir, Silja Dröfn Jónsdóttir, Gísli Rúnar Gylfason og Snævar Örn Ólafsson. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið undanfarin ár, og megi kraftar þeirra nýtast félaginu áfram.
Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórn með sér verkum og er hlutverkaskipan eftirfarandi:
Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir - Formaður
Díana Björk Friðriksdóttir - Varaformaður
Benedikt Snær Magnússon - Gjaldkeri
Valgerður Inga Geirdal Júlíusdóttir - Ritari
Sonja Kristín Guðmundsdóttir - Meðstjórnandi